Þórsdagur - Hlaup eftir innkaup

Fór með gjafabréfið frá bróður mínum í Afrek og leysti til mín ýmislegt til hlaupanna. Fyrst innlegg í skóna, það á að styðja við plattfótinn (skrifaði síðast flatfót) og gera mér hlaupin auðveldari; vonandi gengur það eftir og þá get ég sýnt hvað í mér býr. Þá þröngvar vetrarbuxur, ullarsokka, treyju og kollhúfu. Er þetta var frá fór ég heim gerði mig tilbúinn til hlaupa og fór út. Stóð fyrir utan og beið þess að gervihnettir fyndu mig og sendu mig af stað. Það tók sinn tíma og stuttu eftir að ég hóf upphitunarskokkið slokknaði á garmi; rafhlaðan var búin. Ég lét það ekki halda aftur af mér og fór litla hringinn. Gætti þess að fara varlega. Alltaf var ég að velta fyrir mér vinstri hásin og svæðinu þar í kring og þóktist góður. Aldrei hljóp ég mjög hratt, gekk stundum, ellegar skokkaði rólega. Þegar heim var komið gerði ég allar mínar teygjur, en eftir á að hyggja gleymdi ég einni lendarteygju - þeirri lagar bakverkina. Annars verður nú ekki hlaupið mikið á næstu dögum. Fer brátt til útlanda og þá jafna sig enn frekar bólgurnar. Ætla þó að hlaupa aðeins um helgina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband