Mánadagur - Þetta er að koma

Fór í Sundhöll Hafnarfjarðar, ætlaði að synda ögn áður en ég færi í nuddpottinn en Sundfélagið var með æfingu. Allt í lagi með það. Svo ég fór í pottinn og hertók nuddtækið, það eina sem er almennilegt hér í bænum. Nuddaði hásin, hælsbót og lærvöðva, finn að þetta er allt að koma. Líklega mun ég hlaupa á morgun og ætlunin er að hlaupa þrisvar í þessari viku. Nú skal það takast.

Það styttist í næsta tímatökuhlaup, Hjartadagshlaupið 30. september, og ég verð að æfa mig eitthvað áður en að því kemur. Annars er markið sett á Poweradehlaupin.

Set hér lesendum til fróðleiks stutt brot úr lækningabók frá síðari hluta 18. aldar.

Bakverkur sér í lagi

Bind við lifandi ál eður hans roð af honum. Ryð á bakið nýju ufsablóði. Sker lengju af lifandi háf og slett við. Höfuðhár af mey við bind. Far í léreftsskyrtu sest svo við glaðan kolaeld og baka svo heitt sem þolir þar til bakið svitnar og nudda skyrtunni upp og niður; gjör þetta í þrjár reisur, ef ei fer þá vellur vatnið út í síðasta sinni. Smyr bakið í salve af mellefolio eður sjóð brennivín og tóbak saman. Gjör fleiður á spjaldhrygginn með sóley eður spansflugum, en græð aftur með heimulublöðum og það þrisvar eður fjór sinnum ef ei fyrr dugir. Eður takist koppublóð úr spjaldhrygg sem næst lendum. Sé bakið áður vel nuddað og makað við eld. Takist blóð á æð í kálfasporðum. Brúkist axlarbönd, því þröngar buxur verka tíðast þann sjúkdóm. Sé bakverkur af nýrnaveiki eður örðugum stórgangi þá heyra þar til önnur meðöl er sjást síðar, lendarverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband