Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Fimmtudagur - rólega, hratt, max, super max

Sundæfing í kvöld sett á blað fyrir þá sem þurfa að taka á því: Fætur 150 (25 hratt + 25 róleg) * 3; Drill 150 m rólega; 8 * (4 * 25 m) [a. 1 * (keppnishraði f/100 m + rólega) * 2] / [b. 1 * (rólega - hratt -- max -- super max)]; niður. -- Þetta var annars þokkalegt en best var að komast í pottinn eftir átökin.

Ilin er enn ill og ætla að athuga með stuðning. 


Miðvikudagur - Nú hlaupið með vaxandi hraða

Vonandi er þetta allt að koma; fleiri og hraðari bæjarhlaup. Enn er il með illsku en fer vonandi að lagast. Þjálfinn hefir pínt mig tvisvar, síðast í dag, og teygt á þessu; það var ógeðslega vont. Ætla þó að athuga með hækkun undir ilboga og vonandi verð ég hlaupafær.

Afrekið þessa vikuna var tiltekt í geymslu - hefir staðið til í næstum átta ár - og nú kem ég fáknum þar fyrir. Eftir afrekið heimsótti ég hjólabúðina og fékk búkka að láni. Hef hjólað tvisvar eins og moðerfokkar á sama stað. Það er nokkur hávaði í græjunni en þá er bara að setja tappa í eyrun. Svo fæ ég til prufu hraða- og snúningsmæli. Þá hefjast mælingar fyrir alvöru.

Á morgun verður sundæfing - vonandi drillum við þá.


Sunnudagur - Loksins hlaupið með vaxandi púls

Hlunkaðist út eftir kvöldmat og hljóp í fyrsta skiptið í meira en mánuð. Ekki fór ég langt; fimm kílómetrar þungur um hverfið. Þetta var hlaup með vaxandi púls, byrjaði rólega og var meðalpúlsinn þá 110 en endaði síðasta kílómetrann á 172. Hraðinn, ef einhver, var einnig vaxandi - en ekki þess virði að verða færður til bókar. Nú drekk ég malt og teygi. Nú er bara að setja sér háleit markmið!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband