Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Nýársdagur - afeitrun

Loksins þegar ég kom mér á fætur eftir slark næturinnar fór ég út að hlaupa. Fór hægt og rólega, tilgangurinn var að liðka sig eftir Gamlárshlaupið og hreinsa líkamann af óhroðanum frá því í gærkvöldi og nótt, áramótavindli, ofáti og áfengi. Ég hljóp inn í Garðabæ og út á Álftanes, framhjá Garðaholti og heim með lykkju - hef aldrei farið þessa leið áður. Samtals um 10 km., hlaupataktur að meðaltali 6:45 og púls 148. Á leiðinni voru tveir aðrir hlaupara, en mest um hundar og fólk á göngu. Næst verður hleypt á morgun eða hinn, fer alveg eftir verðri, og þá aðeins hraðar.

Kannski var röltið í dag upphaf á SUB-50 prógamminu, 60-70 mínútur rólega og þá er áætlunin fyrir næstu daga þessi. Á morgun 30 mínútur rólegt hlaup og svo hraðaæfing.

D1 - 60–70 mín., rólega 
D2 - 30 mín., rólegt hlaup
D3 - Byrja með 3x2k R: hvíld 90–2 mín. (9 mín. 50 s. (4.55 m/km)) T


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband