7.9.2009 | 22:36
Mánudagur - Mađur međ tábergsblöđru hleypur um Norđurbćinn
Ţar sem ekki var hjólađ til vinnu og baka, enn brotinn teinn, ţá varđ ég ađ fara út ađ hlaupa. Skv. hlaupaáćtlun, sem líklegast nćr hámarki í haustmaraţoni í lok október, var mér skipađ ađ hlaupa hratt eins og svo oft á mánudögum. Dagskipunin voru ţrír 2,5 km sprettir á hrađanum 5:01-4:48 mín/km. Ađ sjálfsögđu upphitun, hvíld og niđurskokk.
Kominn út var ég ţungur á mér og fann til óţćginda í núningssári frá ţví í hálfmaraţoninu. Ég límdi ţađ međ íţróttateipi frá handboltadrengnum í ţeirri von ađ ţetta yrđi ekki alslćmt. Svo var strengur í aftanverđu lćri en hann hvarf er ég var kominn af stađ, og gleymum ekki harđsperrunum frá ţví á laugardaginn. Til ađ slá á óvćruna ţá teygđi ég á milli spretta. Annars var ţetta međ vaxandi hrađa og ţađ skal alveg viđurkenna ađ ţetta tók svolítiđ á. Fyrsti sprettu á hlaupataktinum 4:47, og nćstu tveir á 4:44 mín/km.
Á morgun verđa hlaupin hvíld en ţessi í stađ verđur sundćfing hjá Görpum - ţá mun ég sýna ţokkafullt skriđsund í Ásvallalaug.
Athugasemdir
Sćll,
gaman ađ sjá ađ ţú ert byrjađur í sundi. Ţá liggur stefnan á hálfan járnkarl ađ ári - er ţađ ekki?
Ćtla ađ kíkja á ykkur í garpar á nćstunni.
Kveđja Corinna
Corinna (IP-tala skráđ) 9.9.2009 kl. 22:51
Ó já, vonandi verđ ég sleginn járnkarl á nćsta ári. Líklegast ekki heill en ţá hálfur.
Örn elding, 10.9.2009 kl. 22:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.