7.9.2009 | 22:36
Mánudagur - Maður með tábergsblöðru hleypur um Norðurbæinn
Þar sem ekki var hjólað til vinnu og baka, enn brotinn teinn, þá varð ég að fara út að hlaupa. Skv. hlaupaáætlun, sem líklegast nær hámarki í haustmaraþoni í lok október, var mér skipað að hlaupa hratt eins og svo oft á mánudögum. Dagskipunin voru þrír 2,5 km sprettir á hraðanum 5:01-4:48 mín/km. Að sjálfsögðu upphitun, hvíld og niðurskokk.
Kominn út var ég þungur á mér og fann til óþæginda í núningssári frá því í hálfmaraþoninu. Ég límdi það með íþróttateipi frá handboltadrengnum í þeirri von að þetta yrði ekki alslæmt. Svo var strengur í aftanverðu læri en hann hvarf er ég var kominn af stað, og gleymum ekki harðsperrunum frá því á laugardaginn. Til að slá á óværuna þá teygði ég á milli spretta. Annars var þetta með vaxandi hraða og það skal alveg viðurkenna að þetta tók svolítið á. Fyrsti sprettu á hlaupataktinum 4:47, og næstu tveir á 4:44 mín/km.
Á morgun verða hlaupin hvíld en þessi í stað verður sundæfing hjá Görpum - þá mun ég sýna þokkafullt skriðsund í Ásvallalaug.
Athugasemdir
Sæll,
gaman að sjá að þú ert byrjaður í sundi. Þá liggur stefnan á hálfan járnkarl að ári - er það ekki?
Ætla að kíkja á ykkur í garpar á næstunni.
Kveðja Corinna
Corinna (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:51
Ó já, vonandi verð ég sleginn járnkarl á næsta ári. Líklegast ekki heill en þá hálfur.
Örn elding, 10.9.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.