Laugardagur - Hálft maraþon 1:43:13 PB

Sportleggur hljóp í dag sitt fimmta hálfmaraþon, hið fyrsta var hlaupið 2003. Það voru kjöraðstæður: hæfilega hlýtt, hóflegur blástur og rigndi öðru hvoru. Áður en ég hljóp af stað ákvað ég aðeins eitt: að bæta minn besta tíma um nokkrar mínútur. Ekki eins og í síðasta RM þegar ég ætlaði að bæta tímann um margar mínútur og sprengdi mig á hlaupunum. Minn besti tími til þessa var úr Reykjanesmaraþoni fyrir ári 1:46:11. Ég stillti Hlaupa-Garm á 1:44:00 sem þýðir; að hver kílómetri skyldi hlaupinn á 4:56 mín/km. Ég kom mér fyrir framarlega í hópi hlaupara og gætti þess að fara ekki of geist. Þetta átti að vera mjög taktískt morgunskokk - jafn hraði, ekki of hratt og ekki of hægt. Ég tók tvö orkugel með mér og fékk mér af þeim á annarri hverri drykkjarstöð. Ég ákvað einnig að stopp á hverri stöð til að drekka, hefi aldrei náð því að drekka á hlaupum. Leiðin út á Seltjarnarnes var þægileg en þegar var snúið við og haldið í austurátt fengum við gjóluna í fangið. Ég reyndi að halda jöfnum hlaupatakti og hlaupa ekki einn og yfirgefin; þess heldur vera inni í hópi hlaupara. Þegar var snúið til baka, og gjólan í bakið, þá jók ég hraðann og reyndi að halda honum alla leið. Eftir hlaupið leið mér alveg ágætlega - var bara stífur í lærum og reyndi að teygja. Svo horfði ég á dótturina hlaupa í skemmtiskokki sem var mjög skemmtilegt.Þegar það var að baki fórum við í sund; hún ærslaðist en ég teygði.

Þá koma tölurnar. Byssutími 1:43:13; flögutími 1:42:57. Ég var í 234. sæti af 1.456. Í mínum aldursflokki náði ég 58. sæti 234.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband