10.8.2009 | 23:40
Mánudagur - Sprett úr spori
Í kvöld, eftir mat, fór ég út - og eftir venju á mánudögum - upp á Kaplakrika. Hljóp þar níu fjögurhundruð metra spretti á þokkalegum hraða. Átti að fara hvern þeirra á bilinu 4:38-4:26 mín/km. Þetta gekk eftir og var hlaupatakturinn, að meðaltali, 4:10 mín/km og loksins tókst mér að hlaupa á undir fjórum. Alltaf sami glennugangurinn.
Þá náði ég að bæta tímann á hjólatúrnum til vinnu, og er kominn nálægt 29. Held áfram að bæta togið.
Um helgina hljóp ég langt - 22,5 km - og fór víða. Var alveg ágætur. Verst er eftir svona löng hlaup að ég er þá latur við að teygja en reyni samt. Svo hjálpaði ég til við Járnmanninn hálfa sem var í gær. Keppendur voru óheppnir með veður. Þegar líða tók á hjólakeppni, og menn áttu eftir að hlaupa, fór að rigna og stundum tryllingslega.
Á morgun skal hlaupið rólega. Þá verð ég að gera upp við mig hvaða vegalengd skuli hlaupinn í RM. Hér fyrir neðan er mynd tekin í Vatnsmýrarhlaupinu, en því miður er engin mynd til þar sem ég kem í mark. Vafalaust er þar að finna góða grettu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.