1.6.2009 | 23:39
Mánudagur - Sprettir teygðir með dóttur
Verið latur við skýrslugjörð síðustu vikuna. Annars hef ég reynt að hjóla og hlaupa. Í dag, eins og aðra mánudaga, voru sprettir. Ég og dóttirin fórum upp á Kapla og fyrir lág að hlaupa þrem sinnum 2,4 km hratt; halda hraðanum á bilinu 4:48-5:02 mín/km. Ég var þungur á mér, þreyttur eftir tilhlaupið síðasta laugardag þegar ég reyndi að hlaupa 29 km en gafst upp eftir 23 er öll orka var búin - lærin orðinn þung. Ætli ég hafi ekki hitt þennan "vegg" sem er stundum talað um. Harðsperrurnar eftir tilhlaupið það voru ótrúlegar þrátt fyrir teygjur og tog.
En að afreki dagsins í dag. Við vorum komin upp í Kapla fyrir hádegi og þar var hlaupið hratt, og að sjálfsögðu fór ég of hratt. Hver sprettur var hlaupinn; sá fyrsti hraðastur af þeim öllum og svo dróg úr. Hefði átt að vera á hinn veginn. Gaman er að bera þessa æfingu saman við aðra samskonar er ég hljóp 9. mars (tölur í sviga). Fór hraðar og púlsinn almennt lækkað. Þegar hlaupum var lokið reyndi ég hvað ég gat til að teygja og liðka. Síðar fórum við í sund og þar hélt ég áfram að teygja. Kominn heim hélt ég svo áfram að teygja. Liggjandi nötrandi í dyragætt með skakklappir uppi á vegg - gott að enginn sá til mín.
4:31 (5:01) - 144 (156)
4:36 (4:52) - 143 (163)
4:42 (4:40) - 163 (162)
Á morgun verður hjólað í vinnuna og svo hlaupið rólega um kvöldið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.