17.5.2009 | 17:02
Sunnudagur - Hlaup og hrært skyr
Eftir hjólatúrinn í gær var rétt að hlaupa lítið eitt til liðkunar. Fór sama hring og fyrr í vikunni, 12,8 km., á hægum hraða en nú var ég með tábergspúða til að athuga hvort verkur hyrfi - það kom annar verkur og hann verður líklegast á meðan ég er að venjast þessum púða. Farinn úr skónum þá er ég fínn.
Annars eru tölurnar þessar fyrir vikuna. Hjólaði 171 km. @ 7:46 klst. Hljóp 26 km @ 2:27 klst. Þetta er aðeins meira en í síðustu viku og spurning hvort ég jafni eða toppi þetta í næstu viku.
Til að fullkomna sérviskulega íþróttamennsku borða ég, að ráði kunningja míns, hrært skyr. Heimilisfólkinu þykir þetta furðulegt og súrt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.