7.5.2009 | 22:29
Fimmtudagur - Hjólað og hlaupið í mótvindi
Mitt þriðja Flugleiðahlaup til þess. Bætti ekki tímann enda aðstæður ekki þær sömu og í fyrra - var á svipuðum tíma, 33 mínútum og einhverjum sekúndum. Mágur minn, hestafrændinn, gerði það hins vegar, var nærri því undir 30, og nokkrir aðrir sem ég þekki. Hlaupatakturinn í þessu rokgjarna hlaupi var í réttu hlutfalli við með- og mótvind. Í sviga er frá því 2008 og er takturinn eitthvað jafnari.
4:29 (4:34)
4:36 (4:36)
4:50 (4:46)
4:44 (4:45)
5:01 (4:49)
4:55 (4:49)
4:37 (4:25)
Eins og fyrri daga hjólaði ég í vinnuna og til baka. Í morgun var mótvindur og á leiðinni heim var líka mótvindur en aðeins meiri meðvindur. Til að afsaka slakan árangur í hlaupinu kenni ég hjólaþreytu um en það bætir mig nú samt er til lengri tíma er litið.
Á morgun, ef ekki klikkað veður, verður hjólað í vinnuna og rólegt liðkunarhlaup um kvöldið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.