2.5.2009 | 19:41
Laugardagur - Þreytt þyngslahlaup
Til að blása lífi í hlaupaæfingarnar ákvað ég að hlaupa aðeins um bæinn. Á laugardögum eru löng hlaup og skv. plani átti ég að hlaupa 19 km. Fór út og lagði af stað: Fyrstu 10 voru ágætir, en eftir það þyngdist hvert spor. Varð smám saman máttlaus og þungur. Þegar ég var búinn með 15 nennti ég ekki meira. Hætti að hlaupa og gekk heim. Hjólaferðin langa í gær og liðkunarhlaupið eftir það sat í mér og lappirnar voru þungar.
Á morgun verður eingöngu legið í potti - bónus ef ég syndi smávegis.
Athugasemdir
Skriðsund er besta ráði til að losna við þreytu úr fótunum. Einnig mæli ég með sjósundi sem hefur reynst mér vel.
Steinn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.