25.2.2009 | 22:19
Miðvikudagur - Spóleggur spígsporar
Þriðji dagurinn í þessari viku. tveir eftir: föstudagur og laugadagur, rólegt og langt. Nú var rösklegt hlaup með upphitun og slíku, samtals 6,4 km. Þetta var ágætt og ég fór stuttan hring um hverfið. Ég gætti þess að hlaupa sem mest á grasi og möl, hlífa sköflungi svo herrann var stjáklandi spígsporandinn. Kominn heim bar ég krem á sköflung og vonar að allt lagist.
Held að nú væri ráð að bæta við hjólamennsku inn í æfingarprógrammið. Er að mana mig upp í að hjóla í vinnuna, og bíð þess að það verði bjart á morgnana. Annars verður hvílt á morgun, fer að öllum líkindum í sund og þá gerast pottateygjur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.