Þriðjudagur - Hitti flokk sem ætlar á Laugaveginn

Í síðustu viku hitti ég flokk sem ætlar að hlaupa Laugaveginn í sumar. Fyrir flokknum fer Daníel Smári, sem ætlar að miðla af reynslu sinni og leiðbeina, og þau hlaupa frá Valsheimilinu. Ég mætti þangað, klukkan hálf sex, og hljóp með þeim út í Fossvogskirkjugarð, þaðan út á Ægissíðu, til baka og með fram flugvellinum. Hlaupnir voru fjögurra mínútna sprettir og mínútna hvíld en ég hafði enga nennu til að spretta úr spori eftir að hafa gert það sama í gær. Vildi hlífa sköflungum sem hafa verið að kvarta, þannig að þetta varð rólegt hlaup en ég greiðkaði þó stundum sporið.

Boðskapur morgundagsins er rösklegt hlaup en nennan lítil og kannski ráð að hvíla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband