Sunnudagur - Esja klifin

Virk hvíld í dag og til að vera vikur í hvíldinni fór ég með mági mínum upp á Esju. Þetta var erfiðara en ég átti von á; enda kappsfullir karlar á ferð. Kálfar voru, til að byrja með, stífir og harðir en urðu mýkri þegar á leið. Hann lánaði mér göngustafi sína og við náðum upp að "Steini" á 1:08 (hér er komið viðmið fyrir næstu för, því þetta er víst mjög góð æfing fyrir Laugaveginn og þá hlaupa menn þessa sömu leið). Ekki var stoppað þar, nema til að segja öðrum fjallageitum, að við ætluðum á toppinn á meðan aðrir sátu eftir. Ekki vissi ég, græninginn, sem hafði ekki farið áður á fjallið, hvað það þýddi nema það sem hann sagði: "upp þessa brekku og hún virðist fær". Þetta gerðum við, hann fór á undan og ég í fótspor hans, brekkan var brött, snjórinn laus og við urðum að stíga í annarra spor er voru stundum vanfundin. Þetta tókst og við komumst á toppinn þar sem við fengum okkur hressingu, fórum í þurr föt og við fórum aftur niður. Það var erfitt að fara niður bröttustu brekkuna en ég fékk brodda og þá gekk mér betur. Er við komum niður var teygt og svo haldið heim.

Þegar þetta er skrifað örlar fyrir þreytu í fótum sem verður horfin á morgun er ég fer í "fratleik" að hætti hlaupara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband