Miðvikudagur - Nuddaðir kálfar

Nennti ekki að hlaupa í kvöld; frestað því til morguns. Konan var mér svo góð á bóndadegi að gefa mér nudd og eftir vinnu lagðist ég á bekk inn í reykelsisreykmettuðu herbergi þar sem spiluð var ljúf panflaututónlist, og þar var ég strokin bæði ljúflega og ákveðið. Tekið var á aumum blettum og stífum kálfum - allt nuddað þar til ég komst í alsælu. Spriklaði þó nokkrum sinnum vegna taugaherpings. Mun örugglega endurtaka þetta því þetta dregur úr hættunni á meiðsl herji á auman skrokk. Og, á morgun verður hlaupið, ó! hve léttur í spori ég verð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband