Miðvikudagur - Hálkuhlaup í Hafnarfirði

Þetta var þriðja hlaupið í þessari viku og örlar fyrir þreytu. Færðin var slæm; hálka og lítil viðspyrna. Fáir stígar bornir sandi og neyddist, stundum, til að fara út á götu tl halda hraðanum upp. Fór inn í íbúðahverfin og hljóp frísklegur og þokkafullur um hafnfirskar einstefnugötur á móti umferð sem var nú engin. - Heim kominn át ég fiskiklatta (afgang frá kvöldmatnum) og teygði á stuttum hamstrengjum. - Feginn hvíldinni fram á föstudag, þegar hlaupið verður til liðkunar, og svo langt á laugardaginn.

Annars voru tölurnar þessar: 1,6 km í upphitun, 4,8 rösklega og 1,6 km rólega í lokinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband