26.12.2008 | 20:38
Annar í jólum - Loksins hlaupið
Eftir meira en tveggja mánaða hvíld var hlaupið. Ég fann spelkuna sem Örlygur var með er hann tognaði og mér fannst vera kominn tími á að reyna þetta. Undanfarna daga hef ég étið eins og svín bæði lamb og svín, reykt og feitt. Kominn tími á sukkjöfnun. Fannst nóg komið, feitari en fyrir ári og blásinn bjúgi. Fór af stað bundinn um ökkla og hljóp rólega, næstum fimm km., hlaupatakturinn 6:40 mín/km og púls 163. Er ég kom heim var allt í lagi. Nú verður farið í heitt bað og aumir staðir kældir og nuddaðir.
Fyrir ári síðan hljóp ég líka. Þá var færðin slæm og mikið frost. Fór ellefu km. á einni klst. og púlsinn 153. Líklegast í betra formi þá en í dag.
Athugasemdir
Gaman að sjá að þú ert byrjaður að hlaupa á ný. Nú skiptir máli að byggja sig vel upp og fara ekki of skart af stað. Einnig plús ef kg fækkar þannig að álagið verði minna á vöðva og liðamót.
Steinn (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:50
Já, það verður farið varlega. Fór aftur í dag og það var sem ég hefði farið hálft maraþon. Þreyttur en engir verkir að ráði i ökkla.
Örn elding, 28.12.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.