16.9.2008 | 20:04
Þriðjudagur - Rok og rigning, aðeins synt
Fór ekki út að hlaupa í rigningunni og rokinu, fyrsta alvöru lægðin og stormviðvörun. Fólk beðið að vera ekki á ferð að óþörfu. Áður en allt varð vitlaust fór ég með dóttur og frænku á sundæfingu. Meðan þær busluðu synti ég eins og áður heila 500 metra með bringusundslagi. Tæknin er ugglaust afspyrnu léleg og kannski spyr ég ráða hjá gömlum sundþjálfurum sonarins um tækni og annað. Reyndi aðeins að synda skriðsund og það var nú eins og maðurinn væri að drukkna. Veit ekki hvað ég geri á morgun; líklega hlaupið en það fer allt eftir veðri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.