Þriðjudagur - Prófaði "racer" í dag

Sótti fjallahjólið úr uppherslu í Hjólasprett og prófaði í leiðinni "racer" af GT gerð. Fór stuttan hring og það er ótrúlegt að hjóla á slíku tæki. Setti garminn í gang og á beinni braut náði ég meira en 50 km hraða. Er þó ekki góður með gírana. Langar ótrúlega í svona grip!

Þegar þessu stutta sambandi mínu við "racer" lauk fór ég af stað á fjallahjólinu og þá var hámarkshraðinn, á leið niður brekku með vindinn í bakið, 40,9 km/klst. Í færslu gærdagsins lofað ég að hjóla 20 km á klukkustund. Það tókst næstum! Hjólaði 19,3.

Undir lokin, þegar mótvindurinn var að tefja fyrir mér, var ég þreyttur; bananinn sem ég át áður en ég fór af stað var ekki nóg. Þegar ég kom svo heim beið mín flatbaka. Leiðin upp á 4ðu hæð var erfið, eða undarleg, fætur ótrúlega þungir. Engir verkir eða neitt svoleiðis; heldur bara þungir. Át og gerði svo nokkrar teygjur.

Veit ekki hvað ég geri á morgun; þá hjóla ég bara rólega, ef ég fer út.

Annars er allt gott að frétta af IT bandinu, það spilar ekkert með mig þessa stundina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlega gaman að hjóla á racer og einkum þegar þú ert að nota smelliskó. Þá fyrst ferðu að fara hratt. Annars er fult af góðum hjólum til en ég vil benda á notaða racera inn á sölutorgi www.hfr.is
Hjólið mun styrkja þig fyrir hlaupin og alltaf gott að blanda þessu saman. Spurning að bæta sundinu við.

Steinn (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Örn elding

Skoða www.hfr.is síðuna og byrja að safna fyrir fák. Finn að þessar æfingar taka á með öðrum hætti en hinar hefðbundnu hlaupahreyfingar. Verður forvitnilegt hvernig hjólasprettur kvöldsins reynist.

Örn elding, 16.7.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband