Þriðjudagur - IT bandið spilar í kvöld

Hljóp rólega og IT bandið byrjaði að spila með mig á 8da eða 9da kílómetra. Úti var rigning, í fyrsta skipti í langan tíma, svo ég gegnblotnaði og fór í nokkra polla. Síendurtekinn verkur í bandi verður til þess að ég ákvað að hvíla það sem eftir vikunnar en halda áfram að gera teygjuæfingar. Mun, af þeim sökum, ekki hlaupa á Akranesi um helgina, beið spenntur eftir þessu hlaupi því mér er sagt að brautin þar sé góð til að bæta tímann sinn. Ég mun hitta sjúkraþjálfarann á fimmtudagsmorguninn; gef honum skýrslu um ástandið og hann ráðleggur mér með framhaldið, og svo fer ég undir lok dags, að hans ráði í göngugreiningu; verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar flott síða! Svona á að gera þetta. Vonum að IT-bandið taki bara sínu bestu, gömlu góðu slagara héðan af, ekki neitt nýtilkomið rusl. Sjálfur hef ég ekki hlaupið einn metra, hvað þá meira, síðustu tvær vikur, en senn skal úr því bætt.

Guðniblossi (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Örn elding

Helst vil ég nú leggja niður þetta IT-band. Bíð þess að sjá blossa á brautinni!

Örn elding, 2.7.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband