12.5.2008 | 13:53
Mánudagur - Morgunsprettir
Vika tvö í æfingaráætlun minni byrjar í dag. Ég á að fara fimm sinnum út að hlaupa og verður margt reynt. Fyrst skal hlaupa þrjá spretti - hraðaæfing, þá rólega, svo rösklega, næst rólegt og svo langt hægt hlaup. Nýtt fyrir mér eru sprettir, en kannski ekki svo nýtt því ég reyndi þá í SUB-50 æfingaráætluninni fyrir 10K, og þá verður líka hlaupið rösklega ákveðin vegalengd. Hér er útlistun á þessum tveimur hlaupum.
Sprettir - Hraðaæfing
1. Upphitun - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km.
2. Sprettur - 2,5 km. 5:01-4:48 mín/km. 3X
3. Hvíld - 0,8 km. 6:30 mín/km. 3x
4. Niðurskokk - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km.
Rösklega
1. Upphitun - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km.
2. Rösklega - 3,22 km. 5:13-5:01 mín/km.
3. Niðurskokk - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km.
Svona fór þetta. Ég fór út kl. níu í morgun og hljóp sprettina þrjá: 3x2,41 km með 800 metra hvíldarskokki eftir hvern þeirra. Hlaupataktur í sprettum:
1. 4:44 mín/km.
2. 4:48 mín/km.
3. 4:45 mín/km.
Er þessu var lokið fór ég með dótturina, og frænku hennar, í Sundhöll Hafnarfjarðar. Á meðan þær stukku af brettinu var ég í pottinum að teygja og lét nudddæluna ganga á auma staði.
Á morgun verða hlaupnir 8 km hægt, 6:05-5:52 mín/km, og ég verð að halda mig innan þeirra marka. Má ekki fara of geyst.
Athugasemdir
Líst vel á æfingaáætluna og þessir sprettir eiga eftir að skila sínu. Mikilvægt að fara ekki of geyst heldur halda sig innar þeirra áætlunar sem lagt er upp með. Annars flott Flugleiðahlaupið hjá þér.
Steinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:11
Þakka þér fyrir. Veit að nú skiptir mestu að fylgja áætlun og hlaupa rólega þegar það á við. Allt kapp verður lagt á slíkt. Ef kappið verður of mikið í hæga hlaupinu í kvöld verð ég með buxurnar á hælunum til að draga úr hraða. Sé að þú ert kominn á mikið skrið og hrúgar inn kílómetrum á öllum vígstöðvum.
Örn elding, 13.5.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.