4.4.2008 | 09:36
Föstudagur - Sköflungur skælir stirðan
Hefi ekkert hlaupið frá því á mánudag því sköflungur skælir mig. Keypti mér nýja mjúka skó í gær og mun reyna þá í kvöld verði enginn verkur.
Kvöldið kom og ég fór út að hlaupa í nýju skónum, keyptum í Afreksvörum. Enn fer ég rólega, er að hressa mig við eftir mitt hálfa maraþon. Hlaupnir voru tíu kílómetrar á rólegu hraða og skal hlaupataktur vera nálægt sex mínútum. Ekki tekst það nú alltaf, - varð að hlaupa í mig hita - og fer þá að jafnaði á 5:40. Lausn: Verð að taka barnið með mér, það hjólandi og ég hlaupandi, ef ná skal að fara rólega yfir.
Ég bind miklar vonir við þessa skó sem eru styrktir og mýkri en þeir gömlu. Vonandi hverfa mér allir aumir staðir og fisléttur fer ég um göturnar. Nú er bara að sjá til. Veit að ég er enn allt of stirður.
Fékk lánaða mynd af vef Laugaskokkara. Myndasmiður: Sumarliði Óskarsson. Maðurinn í bláa jakkanum, þessi með sundhettuna í bakgrunn, er undirritaður. Veit ekkert um herrann sem verið er að taka mynd af.
Athugasemdir
Til hamingju með bætinguna! Svo er bara að kæla og hita, hvíla og teigja og bera svo Orudis á leggina. Náðu þessu almennilega úr þér áður en þú hyggur á fleiri afrek .
Eva Margrét Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:52
Þakka þér fyrir. Þetta er allt að koma í hlaupunum, hraðinn og þolið eykst. Enn kappið kemur stundum í bakið á manni. Nú er teygt og kroppurinn borinn smyrslum, allt til að laga auma staði. Brátt hefst undirbúningur fyrir maraþonið - Reykjavíkurmaraþon en langt í það - og tekið af skynsemd.
Örn elding, 4.4.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.