31.12.2007 | 17:32
Gamlárshlaup 2007
Þreytti Gamlárshlaup ÍR 2007, í fyrsta skipti. Tími mínn var 53:35. Hlaupatakturinn var sannarlega misgóður, hratt í upphafi en mótvindur á Ægissíðu dróg úr mér allan kraft og ég missti niður taktinn. Annars var þetta alveg ágætt. Veit, að ef ég ætla á næstunni að fara 10 km á undir 50 mínútum, þá verð ég að leggja stund á hraðaæfingar.
Set hér hlaupataktinn:
1 - 4:36
2 - 4:38
3 - 4:48
4 - 4:50
5 - 5:14
6 - 5:51
7 - 5:11
8 - 5:37
9 - 6:47
10 - 5:42
Annars þakka ég lesendum fyrir hlaupaárið.
Athugasemdir
Fín byrjun í hlaupinu en svo hefur þú lent í vandræðum þegar mótvindurinn byrjaði. Annars þarft þú greinilega að taka fartlegg eða intervalæfingar og þá eru tímarnir fljótir að detta niður. Það skiptir nefnilega meginmáli að venjast hraðabreytingum því ef það vantar fer allur vindur fjótt úr manni.
kv. Steinn J.
steinn (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:11
Já byrjunin var fín hjá mér og nú fer ég að ráðum reyndra. Á morgun verður nk. hraðaæfing, hef algjörlega sniðgengið þær á mínum hlaupaferli. Fann áætlun sem "glennur" - þær sem kenna sig við Laugar - hafa verið að nota og ætla að prófa. Sem sagt, hlaup morgundagsins verður: Byrja með 3x2K. Hvíld 90 sek. – 2 mín. (9 mín. 50 s. (4.55 m/km)).
Örn elding, 2.1.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.