14.8.2007 | 20:15
Týsdagur - Barn hjólar með drykkjarbrúsa
Á Laugardaginn er RMG og ég ætla að hlaupa 10 km. Af þeim sökum mun ég fara hægt yfir þessa vikuna og er hættur við langa kraftmikla hlaupið sem átti, skv. áætlun, að vera á morgun.
Ég og dóttirin fórum saman litla hringinn, og hún var með brúsabeltið um sig miðja og annan brúsa í körfunni á hjólinu; hún vildi þetta og að sjálfsögðu læt ég allt eftir henni. Ef farið er af stað með vatnsbirgðir verður að drekka af þeim og af þeim sökum stoppuðum við nokkrum sinnum. Fyrst hjá Gamla-Lækjarskóla og þar teygði ég á lærvöðvum og kálfum en hún þambaði vatn. Næst á Hörðuvöllum; ég hljóp fimm hringi - nokkurs konar spretti - og hún lék sér. Að lokum við Lögreglustöðina; hún varð að fá sér að drekka.
Annars verður þetta svona fram að hlaupi. Í fyrramálið fer ég til sjúkraþjálfarans og hann teygir á mér (sjá fyrri færslur). Ég fer stuttan hring þegar ég kem heim úr vinnunni. Svo verður hvílt fram að hlaupi. Kannski fer ég sund og ligg í heitum pottum og teygi á mér.
Fann inn í geymslu fitumæli að SALTER gerð, ég keypti hann á útsölu í BYKO fyrir nokkrum árum (get víst ekki klínt því á aðra). Hlunkurinn mældi sig og kom þá í ljós að ég er að einum fimmta og tveimur stigum betur tóm fita (lesist: 22.0%). Verður forvitnilegt að fylgjast með hvað gerist á næstu mánuðum. Innskot: Mældi mig aftur, var þá rakur á höndunum eftir uppvask, og viti menn, fituhlutfallið rauk upp er nú 28.3% fita. Eitt er þó alveg ljóst - ekki lýgur viktin - ég verð ekki léttari en hlýt að safna þá tómum vöðvamassa.
Fékk ráð við hásinarvanda, að nota Pensím. Ætla að athuga það á morgun. Krem unnið úr ensími þorsks. Annað ráð eru sjóböð, kannski set ég löppina í kalt balabað.
Athugasemdir
Svo mætirðu bara í Garðabæinn eftir RM og kemur sterkur inn í veturinn!
Gísli Ásgeirsson, 14.8.2007 kl. 20:30
Gerið það.
Örn elding, 14.8.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.