Nú voru það 43 mínútur

Fyrsta færslan.

Hljóp í 43 mínútur og fylgi áætlun Polar-manna eins og oft áður. Eftir hlé í nokkra daga, var í Danmörku, þá náði ég í nýja áætlun og vonandi held ég hana út. Hef ekki verið nógu duglegur að æfa til að fara hálft maraþon eins og var ætlunin. Nú er, af hófsemd, stefnt á 10 km í tímatökuhlaupum.

Leiðin sem ég fór er skv. Borgarvefsjá 7,4 km. Finn þó aðeins fyrir verk í kálfa - alltaf vælandi - en vonandi er það ekkert. Vonandi aðeins þreytuverkur og vöðvi í uppbyggingu. Gæti mín þó á því að teygja vel og vendilega þegar æfingu er lokið. Líka á meðan hlaupi stendur.

Skv. áætlun er 30 mínútna hlaup á morgun - lofaðir séu Polar-menn - og stúlkubarnið fer með hjólandi.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

sko minn bara farin að æfa gamli karlinn góður.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband