Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Miðvikudagur - Aftur hjólað

Ég fór aftur út að hjóla í kvöld. Stillti garm á rólegt æfingu: Einn og hálfan tíma á 16 km hraða. Svo var bara allt of auðvelt eða gaman að knýja fákinn áfram, hraðinn varð miklu meiri og vegalengdin lengri. Fór 31,6 km. á hálfri annarri klukkustund, meðalhraði 21,6 km/klst. Síðustu tvo daga: 19,2 og 18,6. Púls var 148.

Ég hjólaði í áttina að Krýsuvík, sömu leið og þríþrautarkapparnir fóru hér um daginn en ég fór nú öllu hægar en þeir.

Ég náði takmarkinu að hjóla meira en 20 km á einni klukkustund, þeir urðu 22,3. Nú er bara að sjá hvað gerist næst. Það eru takmörk fyrir því hve hratt maður kemst á fjallahjóli á malbiki.

Ég held það sé alveg rétt, sem hlaupagarpar eins og Steinn Jóhannsson segir, maður verður líka að gera eitthvað annað en að hlaupa og þá held ég að ég verði fyrr að jafna mig af meiðslunum. Finn minna fyrir IT bandinu, kannski er bandið hætt að spila. Aftur voru fætur þungir þegar ég gekk upp tröppurnar heima hjá mér en nötruðu ei eins og þegar við feðgar fórum út að hjóla fyrir nokkrum árum.


Þriðjudagur - Prófaði "racer" í dag

Sótti fjallahjólið úr uppherslu í Hjólasprett og prófaði í leiðinni "racer" af GT gerð. Fór stuttan hring og það er ótrúlegt að hjóla á slíku tæki. Setti garminn í gang og á beinni braut náði ég meira en 50 km hraða. Er þó ekki góður með gírana. Langar ótrúlega í svona grip!

Þegar þessu stutta sambandi mínu við "racer" lauk fór ég af stað á fjallahjólinu og þá var hámarkshraðinn, á leið niður brekku með vindinn í bakið, 40,9 km/klst. Í færslu gærdagsins lofað ég að hjóla 20 km á klukkustund. Það tókst næstum! Hjólaði 19,3.

Undir lokin, þegar mótvindurinn var að tefja fyrir mér, var ég þreyttur; bananinn sem ég át áður en ég fór af stað var ekki nóg. Þegar ég kom svo heim beið mín flatbaka. Leiðin upp á 4ðu hæð var erfið, eða undarleg, fætur ótrúlega þungir. Engir verkir eða neitt svoleiðis; heldur bara þungir. Át og gerði svo nokkrar teygjur.

Veit ekki hvað ég geri á morgun; þá hjóla ég bara rólega, ef ég fer út.

Annars er allt gott að frétta af IT bandinu, það spilar ekkert með mig þessa stundina.  


Mánudagur - Í kvöld var hjólað

Þar sem IT bandið er enn vanstillt fór ég út að hjóla. Gat ekki beðið lengur; varð að gera eitthvað mér til heilsubótar. Fór af stað, skömmustulegur, gleymdi hjálmi, og hjólaði gamlan hring sem ég fór oft fyrir nokkrum árum. Ákvað að hjóla í klukkustund og krossaði um bæinn og að baki voru 18,6. Á morgun fer ég með hjólið í stillingu og þá verður kannski enn betra að hjóla á því. Gírarnir eru ekki alveg að halda sínu striki, skruna á milli þegar tekið er á. Þá er afturbremsan of slök.

Fann ekki fyrir neinu, að ráði, í mjöðm þegar ég kom heim og gerði teygjur.

Kannski hjóla ég í nokkra daga og reyni að koma lengra á einni klst. Nú voru það 18,6 á morgun 20?


Miðvikudagur - Loksins hlaupið

Er í sumarhúsi fjölskyldunnar og er nettengdur með pung - netpung. Ég hljóp aðeins - 8 km rólega - gert til að athuga hvert væri ástandið á IT bandinu. Eftir nokkra km kom verkur við mjöðm og ég hætti. Nú verða hlaupin hvíld en teygt.

Miðvikudagur - Í dag var þveræft

Í dag var þveræfing! Sundlaugin heimsótt og ég gerði meira en það sem ég geri oftast, að liggja aðgerðalaus í heitum potti. Ég synti 200 metra og kannski geri ég meira síðar. Ekki var það þrekið sem varð til þess að ég netti eða gat ekki meir, heldur þreyta í handleggjum og öxlum. Kannski lagast það með frekari æfingum. Þegar þessum mikilfenglega áfanga á íþróttaferlinum var náð teygði ég í heitum potti.

Á meðan þessi mikla íþróttamennska fór fram var dóttir í rennibraut.

A morgun mun sjúkraþjálfinn pína mig og svo verður göngugreining. 


Þriðjudagur - IT bandið spilar í kvöld

Hljóp rólega og IT bandið byrjaði að spila með mig á 8da eða 9da kílómetra. Úti var rigning, í fyrsta skipti í langan tíma, svo ég gegnblotnaði og fór í nokkra polla. Síendurtekinn verkur í bandi verður til þess að ég ákvað að hvíla það sem eftir vikunnar en halda áfram að gera teygjuæfingar. Mun, af þeim sökum, ekki hlaupa á Akranesi um helgina, beið spenntur eftir þessu hlaupi því mér er sagt að brautin þar sé góð til að bæta tímann sinn. Ég mun hitta sjúkraþjálfarann á fimmtudagsmorguninn; gef honum skýrslu um ástandið og hann ráðleggur mér með framhaldið, og svo fer ég undir lok dags, að hans ráði í göngugreiningu; verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband