Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
29.6.2009 | 22:36
Mánudagur - Hljóp ei en hjólaði þó
Í gær, sunnudag, var ég með verk undir ilinni. Þreyta eftir mitt langa næstum 36 kílómetra hlaup. Ákvað þess vegna að hvíla í dag. Annars áttu að vera sprettir, sex áttahundruð á góðum hraða; mitt uppáhald - ég meina það. Sé til hvað ég geri á morgun.
Annars hjólaði ég lengri leiðina til og frá vinnu. Fór bæði fyrir Arnarnes og Kársnes er lengir leiðina um næstum tíu kílómetra.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 18:44
Laugardagur - Sportleggur lengdi hlaup og er stirður nú
Dagskipunin hljóðaði upp á 35 km. hlaup. Vissi, að til að ná að hlaupa þessa vegalengd yrði ég að hlaupa af skynsemd og það yrði örugglega erfiðara þar sem ég var einn á ferð. Ég fór út klukkan níu, var þá búinn að borða tvær brauðsneiðar með osti og drekka tvo bolla af tei. Afréð að hlaupa i áttina að Helgafelli, bæjarhól Hafnfirðinga. Ná í ferskt vatn og síðan til baka um Lönguhlíð (er þó ekki viss um nafnið), fór svo línuveg að baki Ásfjalli, sem var mjög torfær, og þá hring kringum Ástjörn. Þá voru fimm kílómetrar eftir og hljóp ég þá víðsvegar um Fjörðinn.
Hlaupaáætlunin var í stuttu máli þessi: Ég skipti hlaupinu upp í sex sex kílómetra leggi. Ákvað að fá mér orku og drykk í hvert skipti sem ég kláraði sex kílómetrar. Gæta mig jafnframt á því að hlaupa ekki of hratt en hlaupatakturinn átti að vera á bilinu 5:52-6.05 mín/km. Að meðaltali hljóp ég hvern kílómetra á 5:53 mínútum og var á ferðinni í 3:27 klst. Ég drakk óvenju mikið enda var óvenjulega heitt.
Nú, þegar þetta er skrifað, er ég þreyttur í fótum og nokkuð stirður. Held að allt sé í lagi. Hér fyrir neðan er mynd af hlaupaleiðinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2009 | 19:18
Föstudagur - Morgunhjólatúr
Á meðan dóttirin var í fótboltaskóla hjólaði ég nesin fjögur. Komst þó ekki alla leiðina út fyrir Seltjarnarnes; því ég varð að sækja barnið klukkan tólf. Samtals voru þetta 46 kílómetrar á 1:52 klst. Púlsinn var, að meðaltali, 135 (70% álag). Hraðinn var meiri í upphafi en í lokin. - Gaman að sjá hvað það voru margir á ferðinni; skokkarar, hjólamenni og hlauparar.
Á morgun, laugardag, verður langt hlaup, 36 km. Hefi ekki enn ákveðið leiðina; best að vera sem mest utanvega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 21:47
Fimmtudagur - Faðir og dóttir hlupu og hjóluðu
Ég og dóttirin fórum út fyrir kvöldmat. Ég hljóp og hún hjólaði með vatnsbrúsa í bakpoka. Æfing gærdagsins var í dag - frískir 6,4 km, hver þeirra hlaupinn á 4:57. Ég var dálítið þungur á mér og verkjaði aðeins í mjöðm - hefi ekki verið nógu duglegur að teygja. Stoppaði einu sinni til að drekka, var allt of mikið klæddur. Á morgun ætla ég aðeins að hjóla og svo verður langt hlaup á laugardaginn.
Leiðrétting. Í færslu gærdagsins var ritað: Miðvikurdagur. Á að vera: Miðvikudagur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 23:03
Miðvikurdagur - Hjólað til liðkunar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 11:54
Þriðjudagur - Miðnæturhlaup
þetta var í þriðja skipti sem ég hleyp þetta hlaup, og að sjálf sögðu vill maður alltaf gera betur. Fyrst hljóp ég þessa braut árið 2003 (51:45), mitt fyrsta tímatökuhlaup. Svo kom hlé í nokkur ár og ég mætti aftur í fyrra, 2008, þá náði ég mínum besta skráða árangri í 10 km. (47:05). Svo hljóp ég núna, 2009. Ekki er kominn opinber tími en skv. minni klukku, er ég setti af stað þegar ég fór yfir mottuna í mannþrönginni, fór ég vegalengdina á 46:52. Hlaupið tók á en var í sjálfu sér áreynslulaust. Ég var allan tímann að tína upp hvern hlauparann á eftir öðrum en hefði mátt gera betur þegar rýnt er í tölurnar.
Tölur eru helstar þessar. Púlsinn var 169 (173) svo hann hefur lækkað, en ekki mikið. Hlaupið fór ég með vaxandi hraða en það munar ekki miklu. Fór síðari hringinn á aðeins meiri hraða. Tölur í sviga eru frá því fyrra.
23:38 (23:16) - 5 km.
23:14 (23:16) - 5 km.
Þá kemur hlaupatakturinn sem er alls ekki nógu jafn.
4:53 (4:37) - aftarlega í mannþrönginni
4:45 (4:35)
4:45 (4:47)
4:42 (4:42)
4:31 (4:33)
5:02 (4:52) - drykkjarstöð
4:37 (4:35)
4:42 (4:51)
4:32 (4:45)
4:19 (4:11)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 21:11
Mánudagur - Hjólaglanni missti fótanna en hljóp samt
Fyrsti dagur í viku sumarfríi og ákvað að fara út að hjóla fyrir hádegi. Fór hingað og þangað. Lenti í roki og rigningu, sól og logni. Götur voru hálar og garpur ekki varkár. Þegar ég kom heim, eftir að hafa farið inn í Kópavog og til baka, niður í bæ, fannst mér ekki nóg komið og varð að fara aukahringi um hverfið til að ná 30 km. Stakk út leið og fór hana nokkrum sinnum, lengdi og jók hraðann í hvert skipti, nokkuð sem ég hefði ekki átt að gera. Því í eitt skiptið er ég fór um hringtorg við Skjólvang rann ég til og missti jafnvægið. Við það skrapaði ég fótlegginn og upphandlegg - ekkert alvarlegt. En nú, nokkrum klukkustundum síðar, er öxlin stíf og ég er ekki lengur örvhentur. Vonandi jafnar hún sig í nótt.
Samt sem áður fór ég út að hlaupa, það var líka áður en öxlin varð stíf. Hljóp rólega næstum 12 km og aldrei hefur púlsinn verið eins lágur. Á morgun er Miðnæturhlaup, aldrei að vita nema ég taki þátt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 20:34
Laugardagur - Sportleggur hljóp sitt lengst hlaup
Í dag eru fjórar vikur þar til sportleggur hleypur "Laugaveginn" og ég hljóp mitt lengsta hlaup til þessa. Dagskipunin hljóðaði upp á hægt 32 kílómetra skokk. Ég vissi að flokkur væri að fara frá Árbæjarlaug upp í Heiðmörk um hálf níu svo ég ákvað að mæta þangað í morgunsárið. Síðan var lagt í hann.
Eftir um tíu km skiptist hópurinn upp í tvo hópa, síðar skiptist annar hópurinn í tvennt og var ég í honum. Allir skiluðu sér aftur að Árbæjarlaug og fór hver hópur mislangt: 30, 32 og 35 km. Held að það hafi verið mér til happs að vera ekki einn í þessu hlaupi því ég er viss um að þá hefði ég fyrir löngu verið búinn að sprengja mig. Stoppað var á fimm kílómetra fresti til að taka inn orku og held ég það skynsamlegt, og gerðum við slíkt þar til tólf kílómetrar voru eftir. Að visu fór ég, ásamt félaga mínum, með vaxandi hraða. Hlaupatakturinn fyrstu tíu var 6:11 mín/km, svo 6:04 og þá 5:48. Síðustu tvo á 5:40. Að jafnaði var hlaupatakturinn 6:00 Fyrstu tíu kílómetrarnir voru áreynslulausir því alltaf var ég að fylgjast með hvort kæmi verkur í mjöðm. Næstu tíu voru allt í lagi. Þeir síðustu tólf voru þyngri enda þurftum við til að klára hringinn að taka litla Poweradehringinn tvívegis til að ljúka og þar er stutt brekka sem tók í, sérstakelga í seinna skiptið. Það kom mér á óvart hvað ég komst létt frá þessu. Nú, þegar þetta er skrifað, er ég ágætur í skrokknum - verkjar aðeins í mjöðm. Mínir stuttu mjaðmargrindarvöðvar að stríða mér en þeir jafna sig.
Næsta laugardag verður hlaupið enn lengra: 36 km. en svo trappar maður sig niður; 29 og 20 km. Á morgun verður hvílt, kannski hjóla ég.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt getur verið svo óvænt og ótryggt, alveg eins og í Æseif. Hjólaði lengri leið til vinnu, bara vissi ekki hvað ég var að gera, og fór fyrir Kársnesið. Hvað er menn að pæla; hjóla lengri leið til vinnu þegar engin þörf er á slíkri vitleysu. Þegar vinnu lauk hjólaði ég í áttina heim, þá hitti ég félaga mína í hlaupahópnum en þeir voru við Nauthólsvík. Foringinn stöðvaði mig og spurði hvort ég væri ekki til í að hlaupa með. Ég sem er leiðitamur hljóp með, næstum níu kílómetra - rólegt skokk - en fór ekki í sjóinn eftir hlaup; var ekki með skýlu. Þá var ráð að hjóla heim - kökur og snittur biðu í afmæli tengdamóður minnar. Ekki gat ég nú farið beint heim, heldur varð ég að hjóla hringinn á Arnarnesinu. Nú get ég lengt leiðina til og frá vinnu.
Á morgun hvíli ég - ekkert liðkunarhlaup. Svo langt á laugardaginn, eins langt og druslan kemst. Samt mun ég hjóla í vinnuna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 22:12
Miðvikudagur - Sporléttur er þungstígur
Æfingaráætlun skipaði mér að hlaupa rösklega í dag - skiptir engu hvort það sé sautjándi júní eða ekki. Eftir að hafa mætt á Víðistaðatún og beðið lengi í röð með dóttur til að komast í hoppukastala fórum við heim. Mæðgurnar fóru í skrúðgöngu en ég út að hlaupa. Var stirður eftir afrekin í gær en ákvað að fara hægt til að byrja með - hita vel upp og fara mína næstum fimm kílómetra, hvern km. á næstum fimm mínútum eins og prógrammið sagði mér að gera. Þetta gekk eftir en sporléttur var þungstígur síðasta spölinn. Niðurskokkið, mílan sem á að vera rólegt, varð rólegt skokk - oftast á ég erfitt með að halda aftur af mér. Kominn heim reyndi ég að teygja - fann fyrir ónotum í aftanverðu læri.
Á morgun verður ekki hlaupið en ég ætla nú að hjóla í vinnuna. Félagar mínir, Steinn og Helgi, sem hafa oft hjólað á sömu slóðum og ég, bentu mér á fínar lykkjur til að lengja, bæði á Arnarnesi og Kársnesi. Ég er búinn að skoða þetta Google Earth og aldrei að vita nema það verði bætt í í fyrramálið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)