Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
30.12.2008 | 21:56
Þriðjudagur - Enn í endurhæfingarhlaupum
Hef nú hlaupið tvívegis frá því á öðrum degi jóla. Sama vegalengd, sami hraði - sem er hægur, svipuð leið - jafnslétta og ein lítil brekka, og þrek mitt enn lítið; fer þó vonandi batnandi. Eftir síðasta hlaup leið mér eins og ég hefði farið hálft maraþon á fullum hraða, var mjög móður og með höfuðverk af vökvaskorti.
Ökklinn, mitt eilífðarmein, er í lagi, stífur fyrst en lagast svo þegar á líður. Nú er kappsmál að halda hraða niðri - og stífleikinn hjálpar við það. Þegar heim er komið geri ég teygjur og finn að hásinin er sannarlega stutt.
Ég var hvattur af félaga mínum til að taka þátt í Gamlárshlaupinu á morgun en er ekki kominn í gírinn svo ég mun bara horfa á leggingsklædda hlaupara ef ég verð ekki dreginn í undirbúning fyrir veislu kvöldsins.
Annars eru tölur þessar: Á árinu 2008 fór ég í 121 skipti út að hlaupa, ég hljóp 1279 km á 120 klst. og 17 mínútum. Á næsta ári mun ég hlaupa meira. Ég hljóp þrjú hálfmaraþon, og bætti tímann. Ætlaði að fara í heilt maraþon en verkir og annar aumingjagangur varð til þess að ekkert varð úr. Lengst vegalengd hlaupin var 30 km.
Næst verður hlaupið, rólega, á Nýársdag - sukkjöfnun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 20:38
Annar í jólum - Loksins hlaupið
Eftir meira en tveggja mánaða hvíld var hlaupið. Ég fann spelkuna sem Örlygur var með er hann tognaði og mér fannst vera kominn tími á að reyna þetta. Undanfarna daga hef ég étið eins og svín bæði lamb og svín, reykt og feitt. Kominn tími á sukkjöfnun. Fannst nóg komið, feitari en fyrir ári og blásinn bjúgi. Fór af stað bundinn um ökkla og hljóp rólega, næstum fimm km., hlaupatakturinn 6:40 mín/km og púls 163. Er ég kom heim var allt í lagi. Nú verður farið í heitt bað og aumir staðir kældir og nuddaðir.
Fyrir ári síðan hljóp ég líka. Þá var færðin slæm og mikið frost. Fór ellefu km. á einni klst. og púlsinn 153. Líklegast í betra formi þá en í dag.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2008 | 20:33
Fimmtudagur - Styttist í hlaupin
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 21:32
Fimmtudagur - Stirður á jafnvægisbretti
Hitti sjúkraþjálfarann í hádeginu; var búinn að gefast upp á þessu. Varð aðeins stirðari og stirðari með hverjum deginu. Þjálfinn nuddaði og píndi, og skaut mig svo með laser í fótinn. Sagði mér svo að kaupa jafnvægisbretti. Nú stend ég, þess á milli er ég skrifa hér og geri teygjur, og geri jafnvægisæfingar til að styrkja taugar milli beina í ökkla. Nú stend ég á brettinu og reyni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)