5.9.2009 | 17:37
Laugardagur - Aftur hálft og tíminn bættur
Á síðustu stundu áðkvað ég að taka þátt í Reykjanes-maraþoni. Ég hljóp í fyrra á 1:46:11 klst.; nú var ráð að mæta aftur og reyna að bæta sig. Það voru kjöraðstæður til hlaups - skýjað, átta til tíu stiga hiti og örlítil gjóla. Ég stillti Garminn til viðmiðunar á 1:41 klst. og lagði af stað. Nú var munur að þekkja leiðina. Hún vel merkt og gæslumenn á hverjum gatnamótum. Til að byrja með hljóp ég á jöfnum hraða og gætti mín á því að fara ekki of geyst. Stoppaði á drykkjarstöðvum og gleypti eitt gel. Á 15 kílómetra þurfti ég að pissa og tapaði við það tíma. Svo koma brekka dauðans - Grænás - og þar ákvað að fara á hægum hraða, vitandi að eftir hana var undanfæti. Þá keyrði ég aftur upp hraðan og fór þetta með vaxandi hraða. Síðasti kílómetrinn var erfiður og þá varð ég að bíta á jaxlinn. Tíminn minn, skv. Garmi, var 1:41:45.
Ég fékk útdráttarverðlaun! Mánaðarkort í líkamsræktinni Lífsstíl en þar sem ég er nú ekki alltaf í Reykjanesbæ þá gaf ég það aftur.
Eftir hlaupið er ég þokkalegur. Að vísu með nuddsár á ilinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.