Fimmtudagur - Massamenniđ gerđi drill í djúpri laug

Stórmerkilegt! menniđ mćtti, fyrir hvatningarorđ Steins járnkarls, á sundćfingu međ sundgleraugun frá nýkvćntum frćnda mínum, Jóa. Tekiđ skal fram í upphafi ađ ég kann lítiđ ađ synda, lćrđi mitt skólasund og hef buslađ í laugum en legiđ mest í pottum. Ég mćtti á ćfingu hjá Görpunum í Sundfélagi Hafnarfjarđar. Ţetta var klukkutíma ćfing í fjórum hlutum: Fyrst upphitun, ţá, ef ég man rétt, ein ferđ á höndum, nćst drill - á annarri og hinni - ţá bćđi á höndum og fótum, í ţriđja lagi jafnt og ţétt á međalpúls, og ađ lokum rólegt. Ekki veit ég um vegalengdina ţví ég var svo mikiđ ađ einbeita mér ađ synda og bćta stíl og framsetningu. Viđ vorum tveir á braut og vorum sem ljóslaus skip í myrkri og stímdum ekki ósjaldan hvor á annan. Stundum, er ég var ađ einbeita mér ađ synda eingöngu međ höndum, sökk ég og saup. Svelgdist á og greip í bakkann. Nćsta ćfing er á ţriđjudaginn - ţá verđ ég örugglega helmingi betri en ég var i dag. Kominn heim var ég svangur og át kotasćlu upp úr dós, ţetta ţykir sumum á heimilinu skrítinn háttur.

Hjólađi til vinnu og baka - lengdi um nesin tvö.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband