31.7.2009 | 21:25
Föstudagur - Hjólahlaup og teinabrot
Ekkert nýtt. Allt samkvæmt venju. Ég hjólaði til vinnu og heim. Æfði tog, enda fór ég hraðar yfir. Svo, er heim var komið, hljóp ég létt liðkunarhlaup. Áður þuklaði ég á dekkjum í leit að steinvölum og glerbrotum; fann tvö brot sem ég plokkaði úr. Hefðu eflaust eftir einhvern tíma sprengt slöngu ef ekkert hefði verið gert. Þá gerðist það, aftur! Enn einn teinn gaf sig í afturgjörð. Þetta er einhver ansvítlans galli. Vonast ég til að geta fengið gert við þetta á morgun. Þetta gengur ekki lengur.
Annars er þessi mánuður á enda og hér koma helstu tölur. Hreyfði mig í 36 klst., hljóp í 17 klst og hjólaði í 19. Samtal hljóp ég 131 km en hjólaði 458. Svo verðum við bara að sjá til hvað gerist í ágúst.
Á morgun verður langt rólegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.