Fimmtudagur - Hringhjólað í roki

Nú er ráð að koma krafti í æfingar eftir hlaupið langa - skrokkurinn virðist búinn að jafna sig eftir átökin. Ég get, hið minnsta, beygt mig niður og rétt úr mér - lærin eru að verða þokkaleg - og ég kemst ofan stigann með sóma. Fór því, í annað skipti, út að hjóla eftir að herrarnir höfðu gert við gjörðina. Fyrst hjólaði ég í nokkra hringi innan bæjar og velti því fyrir mig hvort ég ætti að fara fyrir nesin. Vindur var of mikill svo ég hélt áfram að hjóla í hringi, og oftast mótvindur. Fór svo í áttina að Krýsuvík og hjólaði um iðnaðarhverfið - þegar ég var búinn að hjóla þar um þrjátíu kílómetra var ég blásinn og stefndi heim á leið og þegar þangað var komið voru u.þ.b. 40 km að baki.

Á morgun ætlað ég að hlaupa létt um bæinn en hvíla hjólið. Á laugardaginn verður svo langt rólegt hlaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband