Miðvikudagur - Stirðbusi hjólar

Fór út að hjóla til að ná úr mér stíflelsi og stirðleika eftir hlaupið á laugadaginn. Harðsperrurnar hafa verið ótrúlega miklar. Ég fór hægt og rólega fyrir þrjú nes. Ætlaði að klára 50 km en þegar stutt var eftir þá gaf sig teinn í afturgjörð; þetta er örugglega galli og gerðist nú í annað skipti á stuttum tíma. Fór með hjólið í viðgerð og fæ það aftur á morgun.

Á orðið auðveldara með að ganga ofan stigann. Hleyp kannski á morgun, en mjög rólega. Svo hefi ég verið gert, í huganum, áætlun um næstu hlaup. Styttist í Reykjavíkur-maraþon en á eftir að ákveða hve langt skuli hlaupa; kannski heilt ef ekki þá örugglega hálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband