14.7.2009 | 00:05
Mánudagur - Loksins sprettir á Kapla
Ég byrjaði daginn á því að heimsækja sjúkraþjálfarann og fékk nýtt sportteip á il - áfram er ég með Kvennahlaupsbleikt teip. Hann sagði mér að hvíla teygjur á il, láta teipið með japanska munstrinu gera sitt. Ég hlýði kalli kalls.
Er kvölda tók varð ég að fara út og gera eitthvað. Styttist í "Laugavegshlaup" og ég varð að kanna hvort ég væri tækur til að gera eitthvað. Fyllti því vatnsbrúsa og tók hjólafák fram og er ég var búinn að hjóla örlítið um bæinn afréð ég að fara upp á Kapla og hlaupa þá spretti er hlaupaprógrammið bauð mér að gera - átta sinnum fjögurhundruð á góðum hraða með 200 hundruð metra skokki á milli. Afréð einnig að vera ekki með neinn glennugang - halda mig innan þeirra hraðamarka er mér var skipað. Hver sprettur átti að vera á bilinu 4:36-4:28 mín/km og voru þeir með vaxandi hraða og að meðaltali 4:31.
Á morgun, skv. plani er rólegt 6,5 km hlaup og svo verður hvílt fram að hlaupinu langa. Hefst nú taktísk pæling og markmiðasetning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.