Sunnudagur - Vika til stefnu

Ég hjólaði fyrir nesin fjögur í kvöld, sem er svo sem ekkert merkilegt. Reyndi þó eitt nýtt á þessari ferð minni. Ég festi mig við pedalana á fáknum, sem er að vísu áhættusamt eftir að hafa dottið út á hlið eitt sinn er ég var stopp á ljósum - var búinn að gleyma að ég færi bundinn í báða skó og missti allt "kúl" er ég valt ósjálfbjarga út á hlið. Þegar mér fannst vanta á hraðann þá togaði ég upp og stundum fór ég í þyngri gír. Þetta reyndi ég einna helst á beinum fáförnum vegum og í brekkum.

Nú er vika í langa hlaupið og enn er seyðingur, og stundum verkur, undir ilinni. Er þetta er skrifað er ég með mulinn klaka á bátti. Fylgi hér ráðleggingum af síðu hlaupamanna. Ætla að ná tali af sjúkraþjálfaranum mínum í vikunni og biðja hann um að teipa mig með flottu íþróttateipi - þau heita einhverju traustu japönsku nafni og svo eru þau svo flott á litinn. Fékk slíkt teip í vikunni og þegar ég tók það af, það var svo slitið, þá kom verkurinn aftur. Hvort það var ímyndun eða ekki skal ósagt látið.

Ég hljóp með öðrum Laugavegsförum í Heiðmörk í gær. Þetta var rólegt 16 km. hlaup. Il var ekki með neina stæla og fín er hún var orðin heit. Vonandi verður það eins næsta laugardag.

Annars ætlað ég að hlaupa minna í vikunni, hvíla fyrir langa hlaupið. Þess heldur hjóla og hvíla, og búa til einhverja áætlun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband