Laugardagur - Sportleggur hljóp sitt lengst hlaup

Í dag eru fjórar vikur þar til sportleggur hleypur "Laugaveginn" og ég hljóp mitt lengsta hlaup til þessa. Dagskipunin hljóðaði upp á hægt 32 kílómetra skokk. Ég vissi að flokkur væri að fara frá Árbæjarlaug upp í Heiðmörk um hálf níu svo ég ákvað að mæta þangað í morgunsárið. Síðan var lagt í hann. 

Eftir um tíu km skiptist hópurinn upp í tvo hópa, síðar skiptist annar hópurinn í tvennt og var ég í honum. Allir skiluðu sér aftur að Árbæjarlaug og fór hver hópur mislangt: 30, 32 og 35 km. Held að það hafi verið mér til happs að vera ekki einn í þessu hlaupi því ég er viss um að þá hefði ég fyrir löngu verið búinn að sprengja mig. Stoppað var á fimm kílómetra fresti til að taka inn orku og held ég það skynsamlegt, og gerðum við slíkt þar til tólf kílómetrar voru eftir. Að visu fór ég, ásamt félaga mínum, með vaxandi hraða. Hlaupatakturinn fyrstu tíu var 6:11 mín/km, svo 6:04 og þá 5:48. Síðustu tvo á 5:40. Að jafnaði var hlaupatakturinn 6:00 Fyrstu tíu kílómetrarnir voru áreynslulausir því alltaf var ég að fylgjast með hvort kæmi verkur í mjöðm. Næstu tíu voru allt í lagi. Þeir síðustu tólf voru þyngri enda þurftum við til að klára hringinn að taka litla Poweradehringinn tvívegis til að ljúka og þar er stutt brekka sem tók í, sérstakelga í seinna skiptið. Það kom mér á óvart hvað ég komst létt frá þessu. Nú, þegar þetta er skrifað, er ég ágætur í skrokknum - verkjar aðeins í mjöðm. Mínir stuttu mjaðmargrindarvöðvar að stríða mér en þeir jafna sig.

Næsta laugardag verður hlaupið enn lengra: 36 km. en svo trappar maður sig niður; 29 og 20 km. Á morgun verður hvílt, kannski hjóla ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband