Fimmtudagur - Hjólaði óvart lengri leið í vinnu og lenti á óvænt á hlaupaæfingu

Allt getur verið svo óvænt og ótryggt, alveg eins og í Æseif. Hjólaði lengri leið til vinnu, bara vissi ekki hvað ég var að gera, og fór fyrir Kársnesið. Hvað er menn að pæla; hjóla lengri leið til vinnu þegar engin þörf er á slíkri vitleysu. Þegar vinnu lauk hjólaði ég í áttina heim, þá hitti ég félaga mína í hlaupahópnum en þeir voru við Nauthólsvík. Foringinn stöðvaði mig og spurði hvort ég væri ekki til í að hlaupa með. Ég sem er leiðitamur hljóp með, næstum níu kílómetra - rólegt skokk - en fór ekki í sjóinn eftir hlaup; var ekki með skýlu. Þá var ráð að hjóla heim - kökur og snittur biðu í afmæli tengdamóður minnar. Ekki gat ég nú farið beint heim, heldur varð ég að hjóla hringinn á Arnarnesinu. Nú get ég lengt leiðina til og frá vinnu.

Á morgun hvíli ég - ekkert liðkunarhlaup. Svo langt á laugardaginn, eins langt og druslan kemst. Samt mun ég hjóla í vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband