Miđvikudagur - Sporléttur er ţungstígur

Ćfingaráćtlun skipađi mér ađ hlaupa rösklega í dag - skiptir engu hvort ţađ sé sautjándi júní eđa ekki. Eftir ađ hafa mćtt á Víđistađatún og beđiđ lengi í röđ međ dóttur til ađ komast í hoppukastala fórum viđ heim. Mćđgurnar fóru í skrúđgöngu en ég út ađ hlaupa. Var stirđur eftir afrekin í gćr en ákvađ ađ fara hćgt til ađ byrja međ - hita vel upp og fara mína nćstum fimm kílómetra, hvern km. á nćstum fimm mínútum eins og prógrammiđ sagđi mér ađ gera. Ţetta gekk eftir en sporléttur var ţungstígur síđasta spölinn. Niđurskokkiđ, mílan sem á ađ vera rólegt, varđ rólegt skokk - oftast á ég erfitt međ ađ halda aftur af mér. Kominn heim reyndi ég ađ teygja - fann fyrir ónotum í aftanverđu lćri.

Á morgun verđur ekki hlaupiđ en ég ćtla nú ađ hjóla í vinnuna. Félagar mínir, Steinn og Helgi, sem hafa oft hjólađ á sömu slóđum og ég, bentu mér á fínar lykkjur til ađ lengja, bćđi á Arnarnesi og Kársnesi. Ég er búinn ađ skođa ţetta Google Earth og aldrei ađ vita nema ţađ verđi bćtt í í fyrramáliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband