16.5.2009 | 23:43
Laugardagur - Í dag var hjólað
Ég hjólaði minn lengst túr til þessa í dag. Veðrið var frábært og ég ákvað að fara fyrir mín þrjú nes og kanna svo frekari leiðir er í austurborgina væri komið. Ákvað að fara ekki upp Kleppsveginn heldur fara hlaupastíginn sem er farinn í Reykjavíkurmaraþoni, í áttina að Sundahöfn, og kanna hvort ekki væru einhverjir stígar þar sem væri hægt að spretta úr spori. Ég fann, að vísu eftir nokkrar blindgötur, leiðina í áttina að Grafarvogi og þangað fór ég. Er 50 km voru komnir þótti rétt að halda heim á leið enda farinn að þreytast í lærum. Er ég rann í hlað, heima hjá mér, voru 64 kílómetrar að baki á 2:38 klst.
Á morgun verð ég á fótboltamóti með dótturinni - og kannski fer ég að hlaupa seinni bartinn. Eitthvað verður hlunkur að liðka sig eftir átökin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.