13.5.2009 | 22:26
Miðvikudagur - Hjólað en lítið hlaupið, of mikið rok
Hefi í roki og stundum rigningu hjólað til vinnu og heim, og veðrið verið, hreint út sagt, hörmulegt. Meðvindur inneftir, sem er ágætt, en öskrandi mótvindur alla leiðina heim. Túrinn inneftir hraður og skemmtilegur - mesti hraði meira en 40 km/klst; svo er það hörmungarrólið til baka sem tekur meira en 50 mínútur. Mótvindur, svipti- og sprengirok þannig að ég hefi þurft að hjóla af krafti niður brekkur - en þrjóska flytur fjöll! Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.
Annars hefi ég verið að plana mín löngu laugardagsæfingarhlaup fram að þolþrautinni miklu eftir tíu vikur: Laugavegurinn, þann 18. júlí. Eftir æfingarplaninu þá þarf ég að hlaup nokkur löng, önnur lengri, sum hæg og þá, þess á milli, hröð. Nú er að setja samhengi í þetta og velja löng tímatökuhlaup, nokkur koma til greina og ætla að skrá mig í Úlfljótsvatnshlaupið.
16.5. - 25,7 km.
23.5. - 1/2 maraþon
30.5. - 29 km.
06.6. - 1/2 maraþon - Úlfljótsvatnshlaup
13.6. - 32 km.
20.6. - 32 km.
27.6. - 35,4 km.
04.7. - 29 km.
11.7. - 19,3 km.
Annað, ég nennti ekki að hlaupa í kvöld. Allt of mikið rokk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.