27.4.2009 | 22:55
Mánudagur - Hjólasprettir
Hjólað og hlaupið sama daginn. Hjólað inn í vinnu og til baka. Hraðinn eykst smám saman. Þegar kvöldaði fór ég upp á Kapla og tók fimm áttahundruð metra spretti. Bar tölur saman við síðustu æfingu sem var af sama toga en aðeins fjórir sprettir þá. Hraðinn er meiri í dag og meðalpúls lægri; nú 140 var 154. Ég man að síðasti sprettur, í fyrra skiptið 26. janúar, þar sem ég reyndi á mig var ógeðslega erfiður. Skrokkur er þokkalegur, sérstaklega eftir að hafa teygt vel á bol.
800 3:50 (3:54) mín. 4:47 (4:53) mín/km =12.52 km/t
800 3:40 (3:51) mín. 4:35 (4:50) mín/km =13.09 km/t
800 3:37 (3:52) mín. 4:31 (4:53) mín/km =13.27 km/t
800 3:38 (3:40) mín. 4:32 (4:36) mín/km =13.21 km/t
800 3:33 (0:00) min. 4:26 (0:00) mín/km =13.52 km/t
Veit ekki með veðrið á morgun, en stefni að því að hjóla. Miðvikudag og fimmtudag verð ég úti á landi og veit ekki með hlaup.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.