Laugadagur - Lengsti hjólatúrinn

Ég fór snemma út - hafði einsett mér að hjóla lengur en í tvær klukkustundir. Var ekki viss hvert skyldi stefna en eftir að hafa hjólað stuttan hring um bæinn ákvað svo að halda inn til Reykjavíkur og fara með fram strandlengjunni. Hélt svo í áttina að Garðabæ, yfir Arnarnesið, út fyrir Kársnesið, þá  Seltjarnarnes og inn í miðbæ. Er ég kom þangað hitti ég á ljósum hjólafólk og spurði hvort ég mætti ekki elta því ég þekkti ekki nógu vel leiðina um austurborgina. Það var auðsótt. Við hjóluðum með fram strandlengjunni, upp Kleppsveginn, svo Langholtsveg, yfir brú og í áttina að Mjódd. Þaðan yfir í Kópavog og gegnum dalinn. Leiðir skildu svo á mótum Kópavogs og Garðabæjar, og ég hjólaði heim. Samtals var þetta 51 kílómetri á 2:10 klst.

Í upphafi ferðar var ég þreyttur í lærum en breytti um taktík - fór í léttari gír þar sem stígið var ekki eins þungt og þá hvarf sá verkur. Þrátt fyrir þessa breytingu hélt ég sama hraða, ef ekki meiri. Var einnig duglegri að skipta á milli gíra. Ég verð nauðsynlega að kaupa mér skóhlífar - því mér varð kalt á fótunum.

Tek því rólega á morgun - kannski stutt skokk til að athuga hvort innleggin séu að laga mitt sköflungsmein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá hvað þú ert duglegur á hjólinu. Þú færð fínar hlífar hjá Danna í Afreksvörum. Ég keypti mínar þar og þær klikka ekki. Annars sppurning að koma á hjólatúrum um helgar. Við erum fjórir að hjólreiðamennirnir sem hjólum mikið í Hafnarfirði (ég, þú, Gísli og Helgi Hinrikst).

Steinn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband