Þriðjudagur - Hjólað til vinnu og baka

Hetjubragur á mér í dag: Ég hjólaði inn í vinnu og til baka.

Er ég leit út um gluggann nývaknaður sá ég að það rigndi lítillega og það hvarflaði að mér að hætta við, en ég var búinn að taka loforð af sjálfum mér: Í dag skyldi hjólað inn eftir. Ekki gekk það þrautarlaust að koma sér af stað. Fyrst gleymdi ég hjálmi og varð að fara upp. Þegar ég var kominn af stað áttaði ég mig á því að best væri nú að fara í regnjakka svo ég sneri aftur til baka og sótti einn slíkan. Þá var hægt að gefa í.

Annars var þetta bara skv. áætlun. Ég hjólaði eftir göngustígum þótt leiðin sé aðeins lengri og munar þar þremur til fjórum kílómetrum en öruggara fyrir vikið. Leiðin fram og til baka er næstum 26 km. Það tók mig 41 mínútu að hjóla inn eftir en 36 minútur til baka. 

Sé svo til hvað ég geri á morgun - veðurspáin er fín og ég ferðafær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband