11.4.2009 | 21:57
Laugardagur - Hjólað mót vindi á móts við karamelluísídýfu
Í dag fór ég út að hjóla í stað þess að hlaupa - hvíldi þreyttan og auman sköflung. Fyrst kom ég við á hjólaverkstæðinu og þar gerði piltur við afturbremsuna. Ótækt að vera á bremsulausu hjóli. Hann stillti líka gíra, rétti af gjörð og smurði keðju. Þá var ég ferðafær - en þar sem kaldir vindar blésu og hlaupatreyja ekki nægjanlega hlý fór ég heim og bætti á mig einni flíspeysu. Kominn heim ákvað ég að hringja í hestafrænda og bauð honum í hjólaferð; við fórum síðan í áttina að Reykjavík. Ég varð að kynna fyrir honum bestu ísídýfu sem ég hefi smakkað: karamelluísídýfa.
Við hjóluðum gegnum Garðabæ, yfir Kópavogsháls, frá Nauthólsvík út á Ægissíðu, niður á Ingólfstorg (borðuðum áðurnefnda ís), yfir á Lækjartorg (þar fengum okkur expressó og orkudrykk) og til baka næstum sömu leið og en fórum út fyrir Kársnesið í Kópavogi.
Samtals voru þetta 36 kílómetrar; meðalhraðinn um 20 km/klst. Meðalpúls fer lækkandi, kominn í 135.
Það verður hvílt á morgun. Í þessari viku hjólaði ég 60 km og hljóp 30, á samtals 6 klukkustundum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.