8.4.2009 | 23:20
Miðvikudagur - Rösklegt styrktarhlaup
Stutt og ákveðið 6,5 km. Hitaði upp og hljóp svo 3,5 km á jöfnum hraða, hvern kílómetra, að meðaltali, á 5:01 mín. Örlítill seyðingur í sköflungi sem hverfur þegar ég er orðinn vel heitur; held það sé nú vegna stífleika. Hljóp sem mest á grasi þar sem það var hægt. Er ég kom heim teygði ég vel á fótum (var skammaður fyrir að setja lappir upp á borð klæddur sportskóm) og nuddaði auma staðinn með olíu sem ég fékk. Lyktin er ekki eins slæm og þegar ég var á mig eplaedikið og íbúðin breyttist í táfýluvelli.
Á morgun verður hvílt - kannski fer ég að hjóla og svo í sund, var ég búinn að lofa dótturinni. Á föstudaginn langa er ekki langt hlaup. Heldur stutt til liðkunar en langt á laugardaginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.