6.4.2009 | 23:12
Mánudagur - Tvíhleypt
Fyrsta hraða æfingin í nokkurn tíma. Það rigndi, og ég ætlaði varla að nenna út, en brýningarorð húsfrúar komu mér út úr húsi. Fyrir mér lág að fara tvisvar sinnum tvo og hálfan kílómetra, hratt. Hraðinn átti að vera á bilinu 5:20-5:08 mín/km en ég fór hraðar yfir en það. Hljóp hvorn sprett, að jafnaði, á 4:48 og 4:50 mín/km. Nú þegar ég er kominn heim er skrokkurinn fínn en fann aðeins fyrir verk í sköflungi en það var ekkert til að tala um.
Annars, svo öllu sé haldið til haga: þá hjólaði ég í gær. Inn í vinnu og til baka. Það eru næstum 11 km inn eftir og svo fór ég nokkrar lykkjur á leiðinni til baka. Samtals voru þetta næstum 28 km. Ég hjólaði inn eftir á 35 mínútum og veit að ég get betur - kominn tími til viðmiðunar.
Svo eru sorgarfréttir: iPodinn minn er líklegast dauður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.