4.4.2009 | 20:59
Laugardagur - Tölt á Kapla
Kominn aftur á byrjendareit í hlaupaprógrammi. Eftir að hafa sleppt úr löngum hlaupum um síðustu helgar ákvað ég að best væri að byrja upp á nýtt: fyrsta vikan af sextán er að baki. Nú fer ég þó kannski hraðar yfir.
Ég fór upp á Kaplakrika, og hljóp rólega eina 11,5 km bæði á grasi og braut. Fylgi þar ráðum reyndra hlaupara, á mjúku er best að reyna sig eftir meiðsl. Þetta var ágætt en fann aðeins fyrir í hægri sköflungi - vonandi bara stirðleiki. Reyndi hvað sem ég gat til að hlaupa hægt og hlaupatakturinn var um 6:22 mín/km (stoppaði til að tala við annan hlaupakarl en gleymdi að slökkva á skeiðklukkunni).
Á morgun tek ég því rólega - gæli þó við að hjóla og fara svo í sund. Á mánudaginn skal hlaupa hratt en ég sé til hvort verður úr því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.