Fimmtudagur - Hljóp í Powerade á 48:21

Þetta var mitt fyrsta tímatökuhlaup á þessu ári. Veðrið var stillt og gott, hiti við frostmark og örlítil ísing á brautinni en alls ekki til trafalla. Ég fór af stað með það að markmiði að jafna tímann frá því fyrir ári - 49:18 - og óskandi ef mér tækist að bæta hann. Klukkan mín mældi 48:21 en bíðum þar til opinber tími birtist.

Þetta tókst mér og ég reyndi að hlaupa af skynsemi - mundi að fyrst væri á fótinn í u.þ.b. 2,5 km, þá niður í móti í næstum fimm og svo upp brekku dauðans - hin margnefnda rafstöðvarbrekka. Hún var erfið en kannski léttari en áður og þakka ég það brekkusprettum. Notaði þá aðferð að telja staura og urra þegar ég væri búinn að hlaupa fram hjá tíu. Á síðasta kílómetranum notaði ég sömu aðferð og gaf í. Ég sé að fyrsti kílómetrinn var lélegastur af þeim öllum og er það aðeins mannþrönginni í upphafi að kenna - kannski þarf ég bara að koma mér framar í startinu.

Þarna voru mörg kunnuleg andlit og hestafrændi hljóp með mér.

Hlaupatakturinn og hraði var þessi:

 1000    5:08     5:08 mín/km =11.69 km/t   
 1000    4:52     4:52 mín/km =12.33 km/t     
 1000    4:50     4:50 mín/km =12.41 km/t     
 1000    4:37     4:37 mín/km =13.00 km/t     
 1000    4:35     4:35 mín/km =13.09 km/t     
 1000    4:29     4:29 mín/km =13.38 km/t     
 1000    4:37     4:37 mín/km =13.00 km/t     
 1000    5:08     5:08 mín/km =11.69 km/t     
 1000    5:24     5:24 mín/km =11.11 km/t     
 1000    4:41     4:41 mín/km =12.81 km/t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband