Miðvikudagur - Röskleg skokktrunta

Þetta var rösklegt hlaup um fjörðinn. Kalt var úti, gjóla af norðri og brautin hörð. Óttaðist að þetta væri allt of mikið; þriðji dagurinn sem ég hleyp og kalt úti. Í kvöld gætti ég að líkamsburði í þessu hlunkahlaupi; mér hættir til að halla mér of mikið fram og þá verður átakið á bakið fullmikið. Nú skyldi hlaupið beinn í baki, ögn fett og kassinn sýndur. Það er eins sé verið að tala um gæðing en ekki skokktruntu. Þetta voru næstum fimm km rösklegir og þrír til upphitunar og niðurskokks; samtals átta km og meðaltaktur á skeiði 5:15 mín/km.

Þegar ég kom heim drakk ég fullt af vatni og gúffaði próteini. Á morgun verður hvílt, kannski synt (lesist: pottalega). Á föstudaginn verður svo létt til liðkunar en á laugardaginn langt, lengst á þessu ári 21 km. Þetta getur allt breyst; spáð er roki og rigningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur verið flottur skeiðandi um Hafnarfjörð með kassann uppi : ) Sennilega mega helstu gæðingar landsins vara sig!

Steinn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband