Laugardagur - Hundapiss á stígum Hafnarfjarðar

Langt rólegt næstum 18 km hlaup um Hafnarfjörð. Fór Setbergshringinn, þaðan upp á Holt, út á golfvöll og til baka, lykkju um Suðurgötu, Hringbraut, svo með fram sjónum og heim. Sá nokkra hlaupara en mest hunda úti að ganga með eigendur sína og hundapiss við ljósastaura og steina, heiðgula hlandbletti - hélt að appelsínusvalastríðið væri hafið en þetta eru þá merkingar hundanna um allan bæ til að rata heim með eigendurna.

Heim kominn fékk ég mér skyrhræring með kraftadufti. Reif upp einn svínabóg, skar puru og sauð, skellti stykkinu síðan í ofn. Bíð nú þess að dýrið verði fullsteikt og það tekur tíma.

Á morgun verður hvílt, veit ekki með hversu virk sú hvíld skal vera. Esjugangan, síðasta sunnudag, tók á. Bíst við pottalegu, var búin að lofa dóttur sundlaugaferð. Á mánudag verða svo sprettir, átta sinnum fjögurhundruð, og svo er "Powerade" á fimmtudaginn. Við skulum sjá til hvernig færðin í Elliðaárdal verður og veðrið áður en ég ákveð hvort taka skuli þátt. Ætla ekki að hlaupa þetta í roki og rigningu minnugur þess er ég hljóp á rörið og datt ofan í krapapoll sem er í sjálfum sér mjög flott og hetjulegt eftir á að hyggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband